Þjónusta og vernd


Hlutverk VÍS er að skapa hugarró, veita viðeigandi vernd og framúrskarandi þjónustu. Fólk þarf sjaldnast á tryggingafélaginu sínu að halda fyrr en eitthvað verulega bjátar á. Þá viljum við vera til staðar og í það minnsta geta létt fjárhagslegum byrðum og áhyggjum eftir föngum af viðskiptavinum.

Mikilvægur liður í starfsemi VÍS er að fyrirbyggja slys og tjón og hefur mjög rík áhersla verið lögð á þennan þátt um árabil bæði gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Verkefnið er ærið með 80 þúsund viðskiptavini. Þá er gott að hafa á að skipa þrautreyndum ráðgjöfum og viðskiptastjórum til að þjónusta bæði einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.

VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með liðlega þriðjungs hlutdeild. Félagið býður fjölbreytta vátryggingaþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á viðeigandi ráðgjöf, góða þjónustu, skilvirkni, sveigjanleika og forvarnir. Félagið státar af víðtæku þjónustuneti sem teygir sig um allt land með okkar fólki á rúmlega þrjátíu stöðum.

Í samræmi við stefnu félagsins um samfélagsábyrgð vinnur starfsfólk VÍS með fjölbreyttum hætti að því að draga úr hættu á slysum og tjónum hjá viðskiptavinum. Bæði með beinni fræðslu á skrifstofum eða í síma en einnig fá viðskiptavinir ýmis konar heilræði og skilaboð í tölvupósti og smáskilaboðum þegar tilefni er til, þar sem þeim er bent á hvernig fyrirbyggja megi skaða og tjón. Þá er alls kyns áhugaverðu efni markvisst miðlað til fjölmiðla sem jafnan gera því góð skil.

Rafræn þjónusta

Á árinu var ýmislegt gert til að bæta og auka rafræna þjónustu við viðskiptavini. Nýr og gjörbreyttur vefur var tekinn í notkun í maí. Hann er hannaður frá grunni með virkni og upplifun viðskiptavina að leiðarljósi þar sem lögð var áhersla á að einfalda alla framsetningu efnis og bæta aðgengi. Ætlunin er að vis.is verði þjónustuskrifstofa á netinu sniðin að þörfum hvers og eins. Þetta er í samræmi við markmið VÍS að verða fremst í rafrænni þjónustu og í takt við umhverfisstefnu fyrirtækisins þar sem stuðlað er að pappírslausum viðskiptum. Sífellt fleiri þeirra kjósa að nýta sér rafræna þjónustu og sjálfsafgreiðslu. Frá árinu 2013 hefur fjöldi rafrænna tjónstilkynninga þrefaldast í gegnum vefinn.

Vefur VÍS fékk verðlaun fyrir bestu hönnun og viðmót þegar Íslensku vefverðlaunin voru afhent fyrir árið 2015. Dómnefnd Samtaka vefiðnaðarins, SVEF, velur þann vef sem þykir skara fram úr í samþættingu á góðu notendaviðmóti og góðri hönnun sem svo spilar vel með starfsemi fyrirtækisins eða vefsins sem um ræðir. Var það samróma álit dómnefndar að vefur VÍS hlyti verðlaunin.

Þjónustuskrifstofa VÍS á netinu

"Vefurinn er gríðarlega fallegur en jafnframt skemmtilegur vefur þar sem útfærsla gerir hann áhugaverðan og eftirminnilegan. Þar skartar fallegum myndun ásamt vel útfærðum táknmyndum (iconum) þar sem látlausar en skemmtilegar hreyfingar gefa vefnum mikið líf. Hann er hlýr, hann er þægilegur og kemur innihaldi vel til skila," segir í umsögn dómnefndar.

F plús margborgar sig

F plús viðskiptavinir geta safnað Vildarpunktum hjá Icelandair Saga Club skrái þeir sig í punktasöfnun hjá VÍS. Gengið var frá samstarfi við Saga Club á vormánuðum og hafa viðskiptavinir notið þess ríkulega. Þeir hafa safnað milljónum Vildarpunkta í gegnum VÍS og í jólamánuðinum fengu þrír viðskiptavinir 50.000 punkta í verðlaun hver þegar dregið var úr hópi þeirra sem höfðu skráð sig í pappírslaus viðskipti og í punktasöfnunina.

Fimmta árið í röð bauðst viðskiptavinum með F plús að næla sér í skínandi húfu í boði VÍS á næstu skrifstofu. Líkt og venjulega ruku höfuðfötin út og kláruðust þau innan tveggja vikna, alls 17.000 stykki. Það svarar til þess að liðlega 40% barna á aldrinum 4-12 ára skarti þessari höfuðprýði.

F plús viðskiptavinir hafa aðgang að Bílahjálp VÍS. Það felur í sér aðstoð á hagstæðum kjörum ef bíllinn bilar, verður bensín- eða rafmagnslaus, dekk springur, rúður brotna eða annað slíkt. Þjónustan er í boði allan sólarhringinn og teygir anga sína um mest allt land utan hálendisins.

aðeins viðskiptavinir VÍS geta leigt barnabílstól hjá félaginu.

Sú breyting hefur verið gerð að aðeins viðskiptavinir VÍS geta leigt barnabílstól hjá félaginu. Það er í samræmi við áherslu um að viðskipti við félagið feli í sér virðisauka sem aðeins viðskiptavinir njóti. Fyrir vikið styttast biðlistar eftir stólum og afgreiðslan gengur hraðar fyrir sig viðskiptavinum til hagsbóta og börnunum til öryggis.

Einn liður í því að búa sem best að viðskiptavinum og starfsfólki var að gjörbreyta aðbúnaði og útliti afgreiðslu og móttöku í höfuðstöðvum VÍS í Ármúla. Segja má að húsnæðið hafi tekið stakkaskiptum með tilliti til þjónustu og þæginda.

Allir sem hafa fyrir öðrum að sjá, eða eru með fjárhagslegar skuldbindingar, ættu að huga að mikilvægi þessara trygginga.

Með líf- og sjúkdómatryggingu VÍS býr fólk sér og sínum nánustu öruggari og áhyggjulausari framtíð. Allir sem hafa fyrir öðrum að sjá, eða eru með fjárhagslegar skuldbindingar, ættu að huga að mikilvægi þessara trygginga. Vegna breyttrar löggjafar voru á haustmánuðum innleiddar nýjar ókynbundnar gjaldskrár fyrir líf- og sjúkdómatryggingar. Á sama tíma var sett í loftið ný sjúkdómatrygging sem felur í sér fleiri bótaþætti en áður og þann möguleika að endurvekja trygginguna eftir að hafa fengið greiddar bætur. Bæturnar eru skattfrjálsar og verðtryggðar og greiddar út í einu lagi. Ef tryggingin er endurvakin þá er sá sjúkdómaflokkur sem greitt var fyrir, undanþeginn bótaskyldu.

Fyrirtækjaþjónusta

Megináhersla fyrirtækjaþjónustu VÍS er að veita persónulega tryggingaráðgjöf og þjónustu sérsniðna að þörfum viðskiptavina á fyrirtækjamarkaði. Fyrirtækjaþjónustan hefur á að skipa reynslumiklum hópi sérfræðinga sem hefur mikla og góða þekkingu á að greina vátryggingaþörf fyrirtækja. Lögð er rík áhersla á góða og trygga þjónustu með það að markmiði að viðskiptavinurinn sé upplýstur um hvaða tryggingavernd hann þurfi á hverjum tíma.

Undirstaða öflugs forvarnarsamstarfs byggist á virkri þátttöku fyrirtækjanna m.t.t. fræðslu, úrbóta og eftirfylgni.

Reynsla VÍS sýnir að með öflugu forvarnasamstarfi tekst ekki aðeins að efla öryggismál fyrirtækja heldur myndast einnig bæði beinn og óbeinn fjárhagslegur ávinningur. Forsenda þess er forysta stjórnenda og að þeir taki virkan þátt í að bæta öryggismenningu innan fyrirtækisins. Undirstaða öflugs forvarnarsamstarfs byggist á virkri þátttöku fyrirtækjanna m.t.t. fræðslu, úrbóta og eftirfylgni.

Á árlegri forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins eru forvarnarverðlaun VÍS afhent fyrirtæki sem skarar fram úr í öryggismálum og forvörnum. Jafnframt eru veittar tvennar viðurkenningar til fyrirtækja sem náð hafa góðum árangri á þessu sviði.

Tjónaþjónusta

Við vitum að allt getur gerst og erum því reiðubúin til að aðstoða og leiðbeina þegar viðskiptavinurinn þarf á okkur að halda. Starfsfólk tjónaþjónustu VÍS stendur vaktina allan sólarhringinn árið um kring. Á árinu 2015 voru yfir 33 þúsund tjón tilkynnt VÍS eða meira en 90 á dag. Á tveimur árum hefur tjónum fjölgað um fjórðung. Í könnunum hefur sýnt sig að ánægðustu viðskiptavinirnir eru þeir sem lent hafa í tjóni, því þegar á reynir er gott að eiga á vísan að róa.

Við vitum að allt getur gerst og erum því reiðubúin til að aðstoða og leiðbeina þegar viðskiptavinurinn þarf á okkur að halda.

Snertingum tjónaþjónustu við viðskiptavini hefur fjölgað um liðlega þriðjung á tveimur árum. Þá er átt við símtöl, heimsóknir, netspjall, tölvupóst og tjónstilkynningar á vefnum.

Rafrænum tjónstilkynningum um vefinn fjölgar stöðugt og hafa þær þrefaldast frá árinu 2013.

Fjöldi skráðra tjóna

Fjöldi skráðra tjóna - ekki breyta þennan texta

Þjónustusnertingar við tjónaþjónustu

Þjónustusnertingar við tjónaþjónustu - ekki breyta þennan texta

Rafrænar tjónstilkynningar

Rafrænar tjónstilkynningar - ekki breyta þennan texta

Netspjall

Netspjall - ekki breyta þennan texta