Vildarpunktasöfnun með Icelandair


Viðskiptavinir VÍS með F plús tryggingu geta nú safnað Vildarpunktum hjá Icelandair Saga Club. Tíu Vildarpunktar fást fyrir hverjar 1.000 krónur sem greiddar eru í iðgjöld, sem færast inn á Saga Club reikning viðkomandi um leið og greitt er hjá VÍS. VÍS er eina tryggingafélag landsins sem býður viðskiptavinum sínum að safna Vildarpunktum hjá Icelandair Saga Club.

Viðskiptavinir tóku þessu tækifæri opnum örmum og söfnuðu milljónum punkta á árinu í gegnum VÍS. Í jólamánuðinum höfðu svo þrjú heppnina með sér þegar dregið var úr hópi þeirra sem höfðu skráð sig í pappírslaus viðskipti og í punktasöfnun og fékk hvert þeirra 50.000 Vildarpunkta frá VÍS inn á reikninginn sinn.

Hörður Þorgilsson tekur við gjafabréfi upp á 50.000 Vildarpunkta frá Friðriki Bragasyni framkvæmdastjóra einstaklingsþjónustu.Hörður Þorgilsson tekur við gjafabréfi upp á 50.000 Vildarpunkta frá Friðriki Bragasyni framkvæmdastjóra einstaklingssviðs.

Friðrik Bragasonframkvæmdastjóra einstaklingsþjónustu afhendir Birni Ingva Einarssyni gjafabréf upp á 50.000 Vildarpunkta.

Friðrik Bragason framkvæmdastjóri einstaklingssviðs afhendir Birni Ingva Einarssyni gjafabréf upp á 50.000 Vildarpunkta.

Hildur Jóna Þorsteinsdóttir deildarstjóri vörustjórnunar og áhættumats á einstaklingssviði afhendir Berglindi Guðmundsdóttur gjafabréf upp á 50.000 Vildarpunkta.

 Hildur Jóna Þorsteinsdóttir deildarstjóri vörustjórnunar og áhættumats á einstaklingssviði afhendir Berglindi Guðmundsdóttur gjafabréf upp á 50.000 Vildarpunkta. 

Vildarpunktana má nýta hjá Icelandair Saga Club í flugferðir, hótelgistingu, bílaleigubíl og gjafabréf svo nokkuð sé nefnt. „Við erum mjög ánægð með þetta samstarf og að geta boðið F plús viðskiptavinum okkar upp á þessi viðbótarkjör. Þeir eiga svo von á frekari glaðningi eins og sértilboði á flugi sem við munum bjóða í samstarfi við Icelandair Saga Club, öflugasta fríðinda- og tryggðarkerfi landsins,“ sagði Friðrik Bragason framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá VÍS.

Friðrik Bragason framkvæmdastjóri einstaklingssvið VÍS og Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssvið Icelandair við undirritun samningsins.

Friðrik Bragason framkvæmdastjóri einstaklingssviðs VÍS og Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair við undirritun samningsins.

„Við bjóðum viðskiptavini VÍS velkomna í hóp félaga Icelandair Saga Club og erum við alltaf spennt fyrir því að bjóða upp á nýjar leiðir í punktasöfnun“ sagði Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair.