LEAN ráðstefna


VÍS hefur tekið innleiðingu LEAN straumlínustjórnunar föstum tökum frá haustinu 2013. Það hefur spurst vel út til annarra fyrirtækja og vegna mikils áhuga hjá þeim var ákveðið að halda LEAN ráðstefnu í Hörpu í maí. Þar kynntu starfsmenn VÍS hvernig LEAN menning er innleidd hjá fyrirtækinu, auk þess sem tveir erlendir sérfræðingar á þessu sviði miðluðu af reynslu sinni.

Mjög góður rómur var gerður að ráðstefnunni sem á annað hundruð manns sótti. Í kjölfar hennar hafa fulltrúar frá liðlega tíu fyrirtækjum komið í heimsókn til að fá ítarlegri kynningu á innleiðingu LEAN menningar hjá VÍS. Þá hafa háskólnemar einnig komið í hópum til að fræðast um verkefnið. VÍS er því sannkallað fyrirmyndarfyrirtæki á þessu sviði.