Forvarnaráðstefna VÍS og Vinnueftirlitsins


Efnt var til sjöttu Forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins í febrúar 2015 undir yfirskriftinni Engar afsakanir í öryggismálum. Flutt voru sex erindi sem tóku með ólíkum hætti á umfjöllunarefninu og má sjá þau öll hér. Forvarnaráðstefnan hefur fest sig í sessi sem fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á landinu. Kannanir í kjölfar hennar sýna að yfirgnæfandi meirihluti gesta er ánægður með umfjöllun og efnistök. Jafnframt leggja þeir gott til málanna um hvernig gera megi betur og hafa þær ábendingar nýst vel. Með reglulegu millibili hefur þurft að færa ráðstefnuna í stærri húsakost því aðsóknin vex ár frá ári.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS afhendir Ásgeiri Margeirssyni forstjóra HS Orku forvarnarverðlaun VÍS

Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS afhendir Ásgeiri Margeirssyni forstjóra HS Orku forvarnarverðlaun VÍS

Að þessu sinni hreppti HS Orka hf. Forvarnarverðlaun VÍS sem afhent voru á ráðstefnunni. Þau eru veitt fyrir framúrskarandi forvarnir og öryggismál og er HS Orka þar í fremstu röð. Fyrirtækið er fyrirmyndardæmi um hve miklum árangri hægt er að ná í forvörnum og öryggismálum, þar sem stjórnendur og starfsmenn hafa í sameiningu náð að skapa einstaka öryggis- og umgengnismenningu.

Á ráðstefnunni fengu Verkís hf. og Faxaflóahafnir sf. jafnframt viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum.

Myndasafn