Samstarfsverkefni


VÍS tekur bæði þátt í og stendur fyrir ýmis konar stórum og smáum viðburðum á ári hverju. Til að mynda er árlega haldin forvarnaráðstefna í samvinnu við Vinnueftirlitið. Þar er tekið á ýmis konar öryggismálum fyrirtækja og stofnana á breiðum grunni. Ávallt er húsfyllir og ráðstefnan vel heppnuð.

Mikill áhugi var meðal fyrirtækja og háskólanema á innleiðingu VÍS á LEAN menningunni. Svo mjög að afráðið var að halda ráðstefnu í Hörpu þar sem starfsmenn VÍS kynntu hvernig að þessu hefur verið staðið undanfarin ár og erlendir sérfræðingar lýstu i aðkomu sinni.

Á árinu var gengið til samstarfs við Icelandair Saga Club þannig að viðskiptavinum VÍS gefst kostur á að safna Vildarpunktum af greiddum iðgjöldum. Fjölmargir nýttu sér þetta kostaboð.