Samfélagsábyrgð


VÍS er traust, leiðandi og framsækið þjónustufyrirtæki sem veitir viðskiptavinum viðeigandi vátryggingavernd og stuðlar að öryggi í samfélaginu með öflugum forvörnum. Með stefnu um samfélagsábyrgð leitast VÍS við að starfsemi þess og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir viðskiptavini, samfélagið í heild, umhverfið og eigendur félagsins.

Samfélagsábyrgðin byggir á sex meginstoðum; forvörnum, samstarfsaðilum, reglufylgni, mannauði, umhverfi og samfélagi.

Í samræmi við þetta er unnið með markvissum og fjölbreyttum hætti að því að draga úr hættu á slysum og tjónum hjá viðskiptavinum. VÍS sendir þeim ýmis konar heilræði og skilaboð þegar ástæða er til. Það á til dæmis við þegar válynd veður eru í aðsigi eða miklar frosthörkur. Þá eru viðskiptavinir minntir á að gera viðeigandi ráðstafanir í tíma til að forðast tjón. Á vef VÍS er reglulega miðlað áhugaverðu efni sem á erindi við almenning. Fjölmiðlar henda það iðulega á lofti og gera sér mat úr því. Markvisst forvarnastarf með nokkrum af stærstu viðskiptavinum VÍS á fyrirtækjasviði hefur skilað góðum árangri. Færri slys og tjón skila sér í lægri tjónakostnaði, sem hefur svo áhrif til lækkunar á iðgjöldum.

Samfélagsábyrgð

Samfélagsábyrgð VÍS byggir á sex meginstoðum; forvörnum, samstarfsaðilum, reglufylgni, mannauði, umhverfi og samfélagi.

Forvarnir
Forvarnir eru hluti af fyrirtækjamenningu VÍS og mikilvægur hlekkur í starfsemi þess. Forvarnarstarf félagsins hefur þann tilgang að fækka slysum og tjónum meðal viðskiptavina og í samfélaginu í heild. Allir starfsmenn VÍS eru forvarnarfulltrúar.

Samstarfsaðilar
VÍS gerir kröfur um að samstarfsaðilar félagsins hagi starfsemi sinni á samfélagslega ábyrgan hátt á sviði umhverfis- og öryggismála.

Reglufylgni
VÍS kappkostar að fylgja lögum og reglum í hvívetna og stuðla þannig að skilvirkni og heilbrigði allra þeirra markaða sem starfsemi þess varðar. Þar sem lögum og reglum sleppir er tekið af fagmennsku á málum. Starfsfólk þiggur því til að mynda ekki fríðindi sem geta stuðlað að hagsmunaárekstrum og spillingu.

Mannauður
Það er markmið hjá VÍS að tryggja jafnrétti þannig að hver og einn starfsmaður sé metinn að verðleikum óháð kyni og hæfileikar hvers og eins nýtist til fullnustu. Unnið er í samræmi við vinnuverndarstefnu til að tryggja öryggi á góða heilsu. Starfsfólk er stutt til að afla sér menntunar og fræðslu sem nýtist í starfi og stuðlað að starfsþróun. Með aðild VÍS að jafnréttissáttmála UN Woman og UN Global Compact eru þessar áherslur undirstrikaðar.

Umhverfi
VÍS leggur áherslu á að starfsemi félagsins stuðli að sem minnstri mengun, hreinni náttúru og förgun úrgangs í kjölfar tjóna á sem umhverfisvænastan máta. Með samgöngustefnu er ýtt undir vistvænar og hagkvæmar samgöngur starfsfólks til og frá vinnu sem stuðlar að minni mengun og meira öryggi í umferðinni.

Samfélag
Það er stefna VÍS að styðja og styrkja verkefni sem stuðla að öryggi í samfélaginu með öflugum forvörnum. Megináhersla er því lögð á forvarnarlegt gildi styrktarverkefna. Þannig ber VÍS ábyrgðina með viðskiptavinum sínum.