Mannauður


Öflug liðsheild

Hjá VÍS teljum við að starfsfólkið sé grunnurinn að árangri okkar. VÍS er frábær vinnustaður með sterka og öfluga liðsheild þar sem hver og einn gegnir mikilvægu hlutverki í að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu, vernd og hugarró. Hjá félaginu starfar metnaðarfullt, ánægt og stolt starfsfólk sem endurspeglar gildi fyrirtækisins í daglegu starfi; umhyggju, fagmennsku og árangur. Hollusta starfsmanna jókst á milli ára og mælist sem styrkleiki og vel yfir meðaltali íslenskra fyrirtækja samkvæmt viðmiðum og gagnagrunni Gallup. Stolt er sá þáttur hollustu sem kemur best út og er um 90% starfsfólks frekar eða mjög stolt af því að starfa hjá VÍS. Tryggð jókst einnig öfugt við þróun á vinnumarkaði.

Í lok árs 2015 voru 195 starfsmenn við störf hjá félaginu, þar af um 22% á landsbyggðinni. Meðal fjöldi stöðugilda á árinu var 190,6. Starfsmannavelta hjá félaginu hefur verið mjög lág eða 4% á ári að meðaltali undanfarin 5 ár þegar horft er til þeirra sem láta af störfum af eigin frumkvæði. Frá árinu 2012 hefur verið lögð áhersla á að einfalda verklag og auka skilvirkni. Það hefur skilað sér með þeim hætti að stöðugildum hefur fækkað úr 234 að meðaltali árið 2011 í 191 árið 2015 eða um rúm 18%. Breytingar í starfsmannafjölda hafa að mestu átt sér stað með því að ekki hefur verið ráðið í stað þeirra sem hætta sökum aldurs eða af öðrum ástæðum og tilfærslum í starfi innan félagsins.

Sto¨ðugildi.png

  Meðalfjöldi stöðugilda ársins

Vel samsettur hópur

VÍSARAR eru samhentur hópur og samskiptin eru byggð á trausti, hreinskilni og virðingu. Starfsandinn einkennist af gleði og umhyggju. Við kappkostum að hafa í okkar röðum fjölbreyttan hóp fólks með ólíkan bakgrunn og reynslu. Þannig teljum við að fyrirtækjamenningin verði eins og best verður á kosið sem skilar sér í bættri þjónustu, ánægðum viðskiptavinum og jákvæðri ímynd. Meðalstarfsaldur er um 12 ár og meðalaldur starfsmanna 46 ár. Rúmlega helmingur starfsmanna er háskólamenntaður og þar af hefur þriðjungur lokið meistaranámi. Kynjaskipting er nokkuð jöfn, 104 karlar og 91 kona starfa hjá félaginu. Í framkvæmdastjórn eru 3 konur og 4 karlar og um 44% deildarstjóra eru konur.

Kynjaskipting er nokkuð jöfn, 104 karlar og 91 kona starfa hjá félaginu.

Starfsaldur launþega

Starfsaldur launþega - ekki breyta þennan texta

Aldursskipting launþega

Aldursskipting launþega - ekki breyta þennan texta

Tækifæri til að læra og þróast

Markmið með þjálfun og fræðslustarfi er að styðja við markmið VÍS um framúrskarandi þjónustu og aukna tryggð viðskiptavina. VÍS býður starfsmönnum sínum upp á metnaðarfulla fræðsludagskrá og leggur áherslu á miðlun þekkingar milli starfsmanna og ólíkra sviða innan félagsins. Lögð er áhersla á að starfsmenn þekki vöruframboð og ferla og fjölmörg námskeið eru í haldin sem fjalla um mikilvæga þætti í kjarnastarfseminni sem og mikilvæg málefni sem tengjast lögum og regluverki því sem félagið starfar eftir. Jafnframt er boðið upp á ýmsa fræðslu sem nýtist einstaklingum bæði í einkalífi og starfi. VÍS hefur hlotið samþykki fyrir lækkuðu iðgjaldi til Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks í fimmta sinn.

Slíka undanþágu hljóta fyrirtæki einungis ef reglur sjóðsins eru sannarlega uppfylltar um virka menntastefnu, þar sem boðið er uppá bæði almenn og fagnámskeið, og um hlutfall fræðslukostnaðar af heildarlaunum. Við erum ákaflega stolt af þeirri viðurkenningu sem fræðslustarf félagsins hlýtur með þessu samþykki sjóðsstjórnar Starfsmenntasjóðs. Við leggjum áherslu á að starfsemin sé í stöðugri þróun með þátttöku allra starfsmanna og sérstök áhersla hefur verið á að þjálfa starfsmenn í aðferðum straumlínustjórnunar, LEAN.

Opni Háskólinn í Reykjavík starfrækir Tryggingaskólann í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja. Árið 2014 var í fyrsta sinn boðið upp á að nemendur ljúki námi sínu í Tryggingaskólanum sem vottaðir vátryggingafræðingar. Markmið vottunarinnar er að samræma þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem starfa við kjarnastarfsemi vátryggingafélaga og tryggja að þeir búi yfir nauðsynlegri þekkingu og færni í starfi. Þrettán starfsmenn VÍS hafa lokið vottuninni og fimm til viðbótar gera það vorið 2016. Það er stefna VÍS að flestir þeir starfsmenn sem starfa við tryggingar og tjón hjá félaginu ljúki þessari vottun.

Álit mitt skiptir máli (Skýr stefna)

Við höfum lagt áherslu á að kynna stefnu VÍS fyrir starfsmönnum og þeir hafa tekið virkan þátt í mótun hennar allt frá árinu 2011 þegar lagður var grunnur að núverandi stefnu. Í vinnustaðargreiningu segjast 95% starfsmanna þekkja stefnuna vel og 92% segjast hafa trú á framtíðarsýn félagsins.

Á hverju ári fundar forstjóri með starfsmönnum þar sem stefnan og starfsáætlun til næstu tveggja ára er rýnd. Þar hafa allir starfsmenn tækifæri til að leggja sitt af mörkum til mótunar stefnunnar og koma með tillögur að því hvernig gera megi betur í starfseminni.