Rekstur og efnahagur


Starfsemi VÍS byggir á tveimur grunnstoðum; vátryggingastarfsemi og fjárfestingastarfsemi.

Rekstur ársins 2015 gekk vel og var hagnaður af honum 2.076 milljónir króna. Ágætur vöxtur var í innlendum iðgjöldum og hækkuðu bókfærð iðgjöld um 5,8% á árinu. Vaxandi tjónatíðni er þó áhyggjuefni í vátryggingarekstrinum. Samsett hlutfall ársins, þ.e. iðgjöld að frádregnum kostnaði við tjón og rekstur, var 101,5% sem er ekki í samræmi við markmið félagsins, að það sé undir 100%. Fjárfestingastarfsemi félagsins gekk mjög vel og voru tekjur af henni 4.076 milljónir króna.

Í lok árs 2015 breytti félagið um reikningsskilaaðferð við mat á vátryggingaskuld í tengslum við innleiðingu á löggjöf um vátryggingastarfsemi, Solvency II, sem á að taka gildi hér á landi árið 2016. Upptaka nýrrar löggjafar þýðir meðal annars að áhætta í rekstri félagsins er nú mæld með öðrum hætti en áður. Þessi breyting hefur áhrif á stöðu eigin fjár, vátryggingaskuldar og tekjuskatts og er rekstrarreikningur ársins 2014 og efnahagsreikningar áranna 2013 og 2014 lagaðir að breytingunni.

Í árslok var gert virðispróf á fjárfestingu félagsins í nýju hugbúnaðarkerfi. Niðurstaða prófsins leiddi til þess að fjárfestingin var að fullu færð niður og nam niðurfærslan 1.430 milljónum króna. Virðisrýrnunin hefur ekki áhrif á fyrirhugaða nýtingu félagsins á hugbúnaðinum sem fyrirhugað er að taka í notkun um mitt ár 2016. Þetta hefur engin áhrif á gjaldþol félagsins eða arðgreiðslumöguleika.

Eigin iðgjöld og eigin tjón

Eigin iðgjöld og eigin tjón - ekki breyta þennan texta
Fjárhæðir í milljörðum króna

Iðgjöld ársins námu 16.597 milljónum króna og hækkuðu um 638 milljónir frá fyrra ári sem svarar til 4%. Eigin iðgjöld námu 16.016 milljónum króna og var vöxtur þeirra 4,3% frá fyrra ári. Ánægjulegt er að sjá að efnahagslífið hefur tekið við sér af krafti og iðgjöld eru farin að vaxa aftur eftir samdrátt liðinna ára. Félagið hefur undanfarin misseri lagt meiri áherslu á að verðleggja vátryggingavernd sína í samræmi við áhættu í stað áherslu á vöxt iðgjalda.

Tjón ársins námu 12.732 milljónum króna og lækkuðu um 105 milljónir króna frá fyrra ári. Eigin tjón voru 12.712 milljónir króna miðað við 12.659 milljónir króna árið áður. Nemur hækkun tjóna í eigin reikning því 53 milljónum króna. Stór bruni í Skeifunni hafði áhrif á rekstur ársins 2014 en segja má að mikil óveður hafi einkennt tjónaárið 2015. Óveðrið um miðjan mars 2015 var óvenjulega tjónaþungt og verður að leita mörg ár aftur í tímann til að sjá eitthvað sambærilegt. Tjónatíðni í ökutækjatryggingum óx einnig. Sem dæmi má nefna að framrúðutjónum fjölgaði um 24% frá fyrra ári og voru alls um 6.500 talsins.

Framlegð vátryggingareksturs

Framlegð vátryggingareksturs- ekki breyta þennan texta
Fjárhæðir í milljónum króna

Framlegð af vátryggingarekstri var neikvæð um 1.588 milljónir króna, en fyrir afskriftir óefnislegra eigna var framlegðin neikvæð um 158 milljónir króna. Framlegð af vátryggingarekstri árið 2014 var neikvæð um 588 milljónir króna.

Rekstrarkostnaður án virðisrýrnunar nam 4.077 milljónum króna og hækkaði úr 3.919 milljónum króna frá fyrra ári eða um 158 milljónir króna sem svarar til 4%. Vísitala neysluverðs hækkaði á sama tíma um 1,6% og launavísitala um 7,2%. Um helmingur af rekstrarkostnaði félagsins er launakostnaður. Meðal rekstrarkostnaðar er færður fjársýsluskattur sem lagður er á launakostnað félagsins, upp á 97 milljónir króna. Á árinu var unnið að hagræðingu í rekstrinum og fækkaði stöðugildum hjá félaginu úr 195 í 191.

Fjárfestingatekjur

Fjárfestingatekjur - ekki breyta þennan texta
Fjárhæðir í milljónum króna

Tekjur af fjárfestingastarfsemi voru 4.076 milljónir króna. Árið 2014 námu fjárfestingatekjur 2.439 milljónum króna svo vöxturinn milli ára var 67%. Jákvæð afkoma var af öllum eignaflokkum og nam ávöxtun eignasafnsins alls 12,2% á árinu. Afkoma af innlendum hlutabréfum var sérlega góð eða 2.228 milljónir króna.

Hagnaður

Hagnaður- ekki breyta þennan texta
Fjárhæðir í milljónum króna

Hagnaður ársins af vátryggingastarfsemi var 988 milljónir fyrir virðisrýrnun óefnislegra eigna en að teknu tilliti til virðisrýrnunar var tap að fjárhæð 442 milljónir.  Árið áður var hagnaður af vátryggingastarfseminni 433 milljónir.  Hagnaður ársins fyrir tekjuskatt nam 2.000 milljónum króna samanborið við 1.319 milljónir króna árið áður. Hagnaður ársins var 2.076 milljónir króna en var 1.240 milljónir króna árið 2014. 

Efnahagur

Vegna breytinga á reikningsskilaaðferð við mat á vátryggingaksuld í tengslum við innleiðingu á Solvency II varð talsverð breyting á nokkrum liðum efnahagsreikninga árin 2013 og 2014.  Vátryggingakuld í ársbyrjun lækkar um 5.001 milljón króna og eigið fé hækkar um 3.694 milljónir króna vegna þessa.

Gjaldþolshlutfall (Solvency I)

Gjaldþolshlutfall - ekki breyta þennan texta 

Fjárfestingaeignir námu 33.634 milljónum króna í árslok 2015 en í árslok 2014 námu þær 34.658 milljónum króna. Eigið fé var 17.552 milljónir og var eiginfjárhlutfall 39,1% samanborið við 41,49% í árslok 2014. Skuldir voru 27.322 milljónir króna í árslok en voru 27.150 milljónir króna í árslok 2014. Vátryggingaskuld er stærsta skuldin í efnahagsreikningi og nam hún í árslok 23.466 milljónum króna.

Samsetning eigna

Samsetning eigna - ekki breyta þennan texta

Félagið greiddi hluthöfum sínum arð að fjárhæð 2.488 milljónir króna á árinu og keypti auk þess eigin hluti að nafnverði 142 milljónir fyrir 1.216 milljónir króna.

Þróun eigin fjár

Þróun eigin fjár- ekki breyta þennan texta
Fjárhæðir í milljörðum króna