Afkoma vátryggingagreina


Iðgjöld ársins eftir greinum

Iðgjöld ársins eftir greinum - ekki breyta þennan texta

Iðgjöld af ökutækjatryggingum nema um 45% af iðgjöldum félagsins og skipta því miklu máli í rekstri þess. Ánægjulegt er að sjá að nýskráningar fólksbíla hafa aukist mikið eftir mikla niðursveiflu undanfarin ár. Með nýrri bílum fylgir einnig nýjasta tækni í öryggismálum og minni eldsneytiseyðsla. Á árinu 2015 voru skráðir um 14 þúsund nýir fólksbílar á landinu, samanborið við 9.400 árið 2014. Má segja að nú sé endurnýjun flotans orðin eðlileg.  

Tjón ársins eftir greinun

Tjón ársins eftir greinun - ekki breyta þennan texta

Iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga námu 5.308 milljónum króna en voru 5.056 milljónir króna árið 2014. Iðgjöldin hækkuðu því um 252 milljónir króna milli ára eða um 5%. Hagnaður nam 24 milljónum króna en tap var af greininni árið áður uppá 488 milljónir króna.

Iðgjöld frjálsra ökutækjatrygginga námu 2.240 milljónum króna og hækkuðu lítillega frá fyrra ári eins og iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga. Iðgjöldin voru 2.189 milljónir árið 2014 og hækkuðu því um 51 milljón króna eða um 2,3%. Tap varð af greininni upp á 200 milljónir króna samanborið við 83 milljóna króna hagnað árið áður.

Afkoma ökutækjatrygginga hefur verið óviðunandi um langt skeið. Hækkanir á iðgjöldum hafa ekki dugað til viðunandi afkomu þar sem tjónum hefur fjölgað jafnt og þétt.

Ótíð og nokkur slæm óveður settu svip á rekstur eignatrygginga. Óveðrið í mars 2015 var það versta í mörg ár og leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna samanburð. Einnig komu tveir nokkuð öflugir stormar í desember. Tilkynnt óveðurstjón vegna þessara þriggja atburða voru alls 961 og heildartjónakostnaður vegna þeirra nam 465 milljónum króna. Iðgjöld ársins 2015 námu 3.714 milljónum króna og lækkuðu lítillega frá fyrra ári. Hagnaður nam 337 milljónum króna.

Iðgjöld í ábyrgðartryggingum námu 913 milljónum króna og hækkuðu um 35 milljónir frá árinu áður eða um 4%. Ágætur hagnaður var af greininni árið 2015 sem er góð breyting frá tapi ársins áður uppá 91 milljón króna.

Samsett hlutfall vátryggingagreina

Samsett hlutfall greinaflokka - ekki breyta þennan texta

Iðgjöld í sjó- og farmtryggingum námu 426 milljónum króna og stóðu nánast í stað frá fyrra ári. Afkoma greinarinnar sveiflast mikið milli tímabila, en vegna ótíðar á árinu 2015 var nokkuð um að gámar fragtskipa færðust til eða féllu í hafið með tilheyrandi tjónum. Tap ársins nam 22 milljónum króna.

Iðgjöld í slysa- og sjúkratryggingum jukust um 10,6% á árinu. Þau námu 1.746 milljónum króna en voru 1.579 milljónir króna árið 2014. Tap af greininni var 104 milljónir króna en tap ársins 2014 nam 54 milljónum króna.

Rekstur líf- og heilsutrygginga gekk vel á árinu. Iðgjöldin jukust um 9,5% og námu 1.011 milljónum króna samanborið við 923 milljónir árið 2014. Hagnaður nam 466 milljónum króna og jókst úr 356 milljónum króna árið áður.

Félagið starfaði áfram á markaði endurtrygginga erlendis og námu iðgjöld 1.240 milljónum króna á árinu 2015. Árið 2014 námu þau 1.194 milljónum króna. Afkoma af endurtryggingum versnaði nokkuð á milli ára en þó var hagnaður 108 milljónir króna. Árið 2014 var hagnaður 339 milljónir króna.

Samsett hlutfall (%)

Samsett hlutfall - ekki breyta þennan texta