Skoða annál 2015


.

ANNÁLL 2015

Hér getur að líta það sem stóð upp úr á árinu 2015. Hægt er að smella á mánuðina vinstra megin á síðunni og fletta á milli viðburða.


.

Janúar 2015

VÍS tryggir Reiti fasteignafélagMeð komu Reita í viðskiptavinahóp VÍS tryggir félagið nú þrjú stærstu fasteignafélög landsins. Það endurspeglar styrk VÍS og þá framúrskarandi þjónustu og tryggingavernd sem veitt er.

.

Janúar 2015

VÍS í Meistaradeildinni í hestaíþróttumTíunda árið í röð er VÍS bakhjarl Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en í henni leiða bestu knapar landsins saman gæðinga sína.

.

Febrúar 2015

VÍS er framúrskarandi fyrirtækiVÍS er í 17. sæti stórra fyrirtækja á lista Crefitinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki landsins. Þetta er fimmta árið í röð sem VÍS er á listanum.

.

Febrúar 2015

HS Orka fékk Forvarnarverðlaun VÍSHS Orka hf. hreppti Forvarnarverðlaun VÍS 2015 sem afhent voru á forvarnaráðstefnunni Engar afsakanir í öryggismálum sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica. Þetta er sjötta forvarnaráðstefnan sem VÍS og Vinnueftirlitið efna til saman.

.

Febrúar 2015

VÍS bakhjarl Einstakra barnaVÍS var aðalbakhjarl Einstaks hlaups Einstakra barna árið 2015. Hlaupið var á degi sjaldgæfra sjúkdóma til að vekja athygli á stöðu barna með þá.

.

Mars 2015

VÍS tryggir Reiknistofu bankannaVÍS og RB hafa samið um tryggingar til næstu tveggja ára. „Í kjölfar verðkönnunar sem við gerðum meðal íslensku tryggingafélaganna var ákveðið að semja við VÍS,“ sagði forstjóri RB.

.

Mars 2015

Kári í jötunmóðHátt í sex hundruð tjón voru tilkynnt VÍS í kjölfar óveðurs 14. mars. Bókfært tjón vegna veðursins nemur tæplega 365 milljónum króna sem er það mesta í einu óveðri síðan 1991.

.

Mars 2015

Samið við Akureyrarbæ og tengd félögVÍS tryggir Akureyrarbæ og tengd félög til loka árs 2020. Samningurinn nær til Akureyrarbæjar, Norðurorku, Hafnasamlags Norðurlands, Fallorku, Minjasafnsins á Akureyri og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands.

.

Apríl 2015

Vottaðir vátryggingastarfsmennSex starfsmenn VÍS útskrifuðust úr Tryggingaskólanum sem vottaðir vátryggingastarfsmenn. Nú hafa 19 starfsmenn hlotið vottun eða um 10%.

.

Maí 2015

Fjölmenni í morgungöngum Ferðafélags Íslands og VÍSFjöldi fólks tók þátt í morgungöngum FÍ og VÍS. Gengið var á fimm fjöll í nágrenni höfuðborgarinnar iðulega í fallegu veðri en nokkuð köldu enda var maí mánuður þetta árið með þeim kaldari frá því að mælingar hófust.

.

Maí 2015

Níu af hverjum tíu með hjálmNæstum níu af hverjum tíu hjólreiðamönnum, eða 87%, nota hjálm samkvæmt könnun VÍS. Þetta er fjórða árið í röð sem VÍS lætur fylgjast með hjálmanotkun samhliða heilsu- og hvatningarátakinu Hjólað í vinnuna.

.

Maí 2015

Betri þjónusta með nýjum vef VÍSVÍS hefur tekið nýjan og gjörbreyttan vef í notkun, vis.is. Vefurinn er hannaður frá grunni með virkni og upplifun viðskiptavina að leiðarljósi.

.

Maí 2015

VÍS og Icelandair Saga Club í samstarfViðskiptavinir VÍS með F plús tryggingu geta nú safnað Vildarpunktum hjá Icelandair Saga Club. Mjög ánægjulegt er að geta boðið þeim upp á þessi viðbótar vildarkjör.

.

Maí 2015

LEAN ráðstefna VÍS Á ráðstefnu í Hörpu kynntu starfsmenn VÍS hvernig LEAN menning er innleidd hjá fyrirtækinu auk þess sem tveir erlendir sérfræðingar á þessu sviði miðluðu af reynslu sinni.

.

Maí 2015

Vinnuverndar- og öryggisstarf til sveitaVÍS og Bændasamtök Íslands tóku höndum saman til að bæta öryggi við landbúnaðarstörf, fækka slysum í sveitum, stuðla að góðu vinnuumhverfi og bættri ásýnd bæja.

.

Maí 2015

Vel heppnað VÍS mót ÞróttarÞetta er í ellefta sinn sem mótið er haldið og hefur aldrei verið fjölmennara. Að þessu sinni öttu rúmlega 2.200 drengir og stúlkur í 6., 7. og 8. flokki kappi undir hvatningarhrópum hundruða stuðningsmanna liðanna.

.

Júní 2015

Vinningshafar í hjólagetraun VÍSUng dama, Þórhildur Inga Hreiðarsdóttir frá Vopnafirði, datt í lukkupottinn þegar dregið var úr lausnum við fyrri hjólagetraun VÍS. Sigurborg Rúnarsdóttir í Hafnarfirði hafði heppnina með sér í seinna skiptið.

.

Júní 2015

Nikulásarmót VÍS á ÓlafsfirðiKnattspyrnumótið er fyrir 6.- 8. flokk drengja og stúlkna og mættu 36 lið frá 6 félögum til leiks. Allir keppendur fengu veglegan glaðning frá VÍS og verðlaunapening fyrir þátttökuna.

.

Júní 2015

Aldarafmæli kosningaréttar kvenna fagnaðVÍS gaf starfsfólki sínu frí eftir hádegi 19. júní til að fagna aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.

.

Júní 2015

Hver er sigurvegari?VÍS og Samgöngustofa öttu stjórnmálaleiðtogum saman í hörkuspennandi keppni. Hver er fljótastur að spenna beltið?

.

Júní 2015

VÍS grill og ValdísStarfsmenn gerðu sér dagamun einn góðviðrisdag. Framkvæmdastjórar og forstjóri grilluðu af miklum eldmóð og svo kældi fólk sig niður með Valdísi.

.

Júní 2015

Tuga milljóna tjóni afstýrtSnör handtök og fumlaus viðbrögð starfsmanna Bílaleigu Akureyrar komu í veg fyrir stórtjón þegar eldur varð laus í þaki fyrirtækisins í Skeifunni í Reykjavík. VÍS færði þeim þakklætisvott fyrir vel unnið verk.

.

Júlí 2015

Golfmót VÍSUm hundrað kylfingar öttu kappi á Grafarholtsvelli í blíðskaparveðri. Ræst er út af öllum teigum í einu og verðlaunaafhending að leik loknum.

.

Ágúst 2015

Haustlægð í ágústVÍS er í samstarfi við Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni um að vara við veðrabrigðum. Snemma í ágúst var útlit fyrir óvenju djúpa lægð miðað við árstíma og nauðsynlegt að bregðast við í tíma.

.

September 2015

VÍS tryggir HvalfjarðarsveitHvalfjarðarsveit endurnýjaði samning sinn við VÍS til fjögurra ára. Sveitarfélagið sem varð til við sameiningu fjögurra hreppa árið 2006 hefur alla tíð tryggt hjá VÍS líkt og forverarnir fjórir gerðu áður.

.

September 2015

Breytingar í ÁrmúlaAfgreiðsla og móttaka í höfuðstöðvum VÍS í Ármúla tók stakkaskiptum á haustmánuðum með áherslu á þjónustu og þægindi viðskiptavina og starfsfólks.

.

Október 2015

Skínandi fallegar VÍS húfur Börn F plús viðskiptavina brosa allan hringinn þegar þau, koll af kolli, taka á móti nýju húfunum fimmta árið í röð.

.

Október 2015

Of slitin dekk á tjónabílumAf 100 tjónabílum sem skoðaðir voru hjá VÍS reyndust 65% á of slitnum dekkjum, þ.e.a.s. dýpt mynsturs var innan við 3 mm.

.

Október 2015

Öryggisdagar Strætó og VÍSEfnt var til Öryggisdaga Strætó og VÍS í sjötta sinn. Markmiðið með þeim er að fækka slysum á fólki, minnka tjón, efla öryggi bílstjóra og almennt öryggi á götum borgarinnar.

.

Október 2015

VÍS tryggir StrandabyggðVÍS og Strandabyggð hafa samið um tryggingar sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára. Farsæl samleið undanfarna áratugi heldur þar með áfram.

.

Október 2015

VÍS gefur Slysavarnaskóla sjómanna björgunargallaGallarnir frá VÍS eru nú orðnir 60 á sex árum og segir Hilmar Snorrason skólastjóri að þessi árlega gjöf skipti miklu máli við æfingar og kennslu.

.

Nóvember 2015

Umferðarslys vegna syfju og svefnvandaViðskiptavinum VÍS sem eru með ökutækja-, húsvagna- og bifhjólatryggingar býðst 20% afsláttur af grunnmeðferð hjá Betri svefni, þar sem atferlismeðferð er notuð til að takast á við svefnvandamál.

.

Nóvember 2015

Yfirlýsing um loftslagsmálSigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS skrifaði undir yfirlýsingu um loftslagsmál ásamt 102 öðrum stjórnendum íslenskra fyrirtækja.

.

Desember 2015

Hrepptu 50.000 Vildarpunkta í boði VÍSÞrír viðskiptavinir höfðu heppnina með sér þegar dregið var í Vildarpunktaleik VÍS og hrepptu 50.000 punkta inn á reikning sinn hjá Icelandair Saga Club.

.

Desember 2015

VÍS gefur Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur eina milljónAnnað árið í röð, gaf VÍS Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 1.000.000 kr. að gjöf. „Ég er mjög þakklát fyrir að eiga svona góðan að, þar sem VÍS er“, sagði formaður nefndarinnar.